Ættarmót

 

Niðjar Þorbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Vigfússonar

Frá Raufarfelli A-Eyjafjallahreppi (Rangárþing Eystra)

 

Ágæta frændfólk.

 

Eftir mjög vel heppnað ættarmót á síðasta ári hefur verið ákveðið að hittast á Heimalandi næsta sumar,dagana 12.til 14.júní,2009.

 

Þá er ætlunin að eiga saman góða helgi og gera ýmislegt okur til skemmtunar.

Við mætum upp úr hádegi föstudeginum þann 12.júní komum okkur fyrir og höfum svo tækifæri til að borða saman súpu og brauð um kvöldið.

Endilega takið með ykkur fjölskyldumyndirnar og ef þær eru á tölvutæku formi verður hægt að sýna þær á staðnum með myndvarpa

 

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með tölvupósti eða í síma þar sem fyrirhugað er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu ( verði verður stillt í hóf)

 

           Vonumst til að þið sjáið ykkur fært að koma sem flest.

 

                                          Með bestu kveðju.

 

Eyrún sími 660-9620 netfang: oli@matfugl.is Móar Kjalarnesi 116. Reykjavík

Daði sími 553-7073 netfang: dadio@simnet.is Kjalarlandi 24 108. Reykjavík

Palli sími 893-1560 netfang: paa@simnet.is Engjasel 13 109. Reykjavík

 

P.S. Vinsamlegast látið þetta berast innan fjölskyldu ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafni þinn Guðjón Vigfússon og afi þinn var fimmmenningur við Magnús Jóhannesson afa minn og trúlega úr Meðallandinu eða Vík í Mýrdal. Fimmti liður er nú kannski ekki mikil skyldleiki og þó? Þetta er að mjög mörgu leiti merkileg ætt gædd góðum gáfum ( Nema hvað ) Flott framtak hjá ykkur að hittast svona því maður er jú manns gaman.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband