Steiktar svartfuglsbringur

 

 

Bringur af 4 svartfuglum
2 msk. maísolía
Salt og pipar

Sósan

4 cl. portvín
1 ½ dl. svartfuglssoð
2 dl. rjómi
2 msk. rifsber, frosin
Salt og pipar

Úrbeinið bringurnar og fjarlægið af þeim himnuna. Hitið olíuna á pönnu, steikið bringurnar við góðan hita í 4 mín. hvorum megin og kryddið með salti og pipar.

Takið þær af pönnunni og haldið þeim heitum. Hellið portvíninu á pönnunna og leysið upp steikarskófina. Bætið síðan svartfuglssoðinu við ásamt rjómanum og sjóðið þetta saman í 2 mín. Setjið síðan rifsberjahlaup og rifsber út í, og látið það sjóða með í 1 mín.

Bragðið á sósunni og kryddið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Hellið sósunni á diskana og setjið bringurnar ofan á, annaðhvort heilar eða skornar á ská í fallegar sneiðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elska svartfugl.........nota gjarnan gráðost í sósuna

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 22:16

2 identicon

Takk fyrir þetta hér er alltaf til svartfugl og étin ca einu sinni í mánuði.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef aldrei borðað svartfugl, en maður veit aldrei.

Góða helgi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvar fæ ég svartfugl núna ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.11.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar frúr Svartfuglinn er alltaf góður hann er hægt að fá í Fiskbúðum svona yfirleitt.

Guðjón H Finnbogason, 9.11.2008 kl. 00:16

6 identicon

Hvað væri gott meðlæti með þessu ?

Vala Dögg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:39

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar.Ég held að það sé ekki erfitt að fá svartfugl.Þegar ég elda svartfugl þá nota ég bara bringurnar léttsteiki þær og krydda bara með svörtum pipar ný muldnum læt þær standa í smá stund meðan annað er sett á diskinn,með þessu er hægt að smjörsteikja rótargrænmeti,baka kartöflu og skræla hana svo og stappa saman í örlitlu smjöri og rjóma og nokkrum piparkornum Rauðvínssósa er góð með þessu,en ekki nota villibráðakrydd það gefur ekki gott bragð.

Guðjón H Finnbogason, 11.11.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband