Pönnusteikt sirloin með gljáandi rauðvínssósu

 

 

 

 

 

 

Undirbúningur og eldun: 20 mín
Fyrir 4

 

4x220g sirloin steikur, vel verkaðar og fitusprengdar
salt og pipar
5 skalotlaukar
50g sveppir
3 sneiðar beikon
3 dl kjötsoð, eða vatn og kjötkraftur
½ tsk timjan
2 dl bragðmikið rauðvín
1 lárviðarlauf
30g kalt smjör
sósujafnari eða maisenamjöl úthrært í smá köldu vatni

 

Undirbúningur
Skerið í gegn um fituröndina og sinina á steikunum á nokkrum stöðum til að koma í veg fyrir að steikin missi safa þegar steikin hitnar og sinin herpist saman. Skerið beikonið smátt og saxið sveppina og laukinn.

 

Matreiðsla
Byrjið á að brúna steikurnar upp á rönd til að brúna fituna vel. Leggið þá steikurnar niður og brúnið vel á pönnunni, kryddið með salti og pipar, setjið á ofngrind.  Brúnið beikonið og grænmetið á pönnunni í fitunni sem varð eftir þegar kjötið var steikt. Bætið smá olíu á ef þörf krefur. Bætið soðinu og rauðvíninu á pönnuna ásamt timjan og lárviðarlaufinu, sjóðið niður um helming. Þykkið með sósujafnaranum, takið af hitanum og pískið köldu smjörinu í bitum út í sósuna. Athugið að sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í. Setjið steikurnar í 180 c heitan ofn í u.þ.b. 3 mínútur til að klára steikinguna.

 

Framreiðsla
Berið steikurnar fram með rauðvínssósunni, litríku smjörsteiktu grænmeti og soðnum eða bökuðum kartöflum.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðjón minn vandi er að ég hef ekki komist upp á lag með að elda nautakjöt. Hef auðvitað í framhaldinu "sagt mér" að það sé vont..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takkk fyrir þetta. Ég er sammála Hallgerði ég elda aldrei nautakjöt nema hakkað. Hef slæma reynslu. Notaði það samt töluvert þegar ég dvaldi erlendis.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar. Ef þið eruð með 250gr nautasteik t.d.lund þá steikið hana á pönnu og lokið henni vel látið hana síðan bara bíða og steikið hana svo í 7-9 mín í ofni á 180° eftir hversu mikið steikt hún á að vera.Þegar ég nota nautalund þá læt ég hana þiðna í kæliskáp í viku,lambalæri í svipaðan tíma eða 10 daga.

Guðjón H Finnbogason, 23.11.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Naut er ekki bara naut, það hlýtur að fara eftir hvaðan þú hefur fengið það, hversu lengi það var látið hanga og trúlega eitthvað fleirra.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.11.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég nota hellst lundir af nautum frá Úrúgvæ.Lundir eru mýkstar og ekki lengi að meyrna.

Guðjón H Finnbogason, 23.11.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband