Svínafillet með hvítum aspas og anís-appelsínusósu

 

Uppskrift fyrir fjóra:

4 svínafillet (ca 120 g hvert)
2 búnt ferskur hvítur aspas (frá Rosara)
40 g smjör

Sósan:
1 appelsína
2 anísstjörnur
3 eggjarauður
1 tsk steytt anís
175 g smjör
salt og pipar

 

Hreinsið appelsínu, kreistið úr henni safann og saxið niður börkinn (skafið hvíta hlutann fyrst innan úr). Hellið safa og berki í pott ásamt anísfræjum og látið suðu koma upp. Látið kryddsafann malla við vægan hita í 5 mín. og látið kólna þar til rétt volgt. Þvoið aspasstönglana, skerið 1-2 cm neðan af þeim og skafið ysta trefjalagið utan af þeim með þar til gerðum aspashníf eða kartöfluflysjara (mjög þunnar ræmur). Mikilvægt er að skafa frá aspastoppnum og niður á við. Skolið varlega og sjóðið í söltu vatni í háum potti í 15-20 mín. Þegar suðutíma lýkur, skolið þá aspasinn varlega og leggið til hliðar. Steikið svínakjötið á pönnu sem ekki festist við upp úr smjöri í 3 mín á hvorri hlið. Saltið, piprið og haldið heitu. Sigtið appelsínusafann. Þeytið saman egg, salt og pipar í þykkbotna potti yfir vægum hita. Bætið anís saman við og þá appelsínusafanum í litlum skömmtum. Látið sósuna þykkna örlítið í 2 mín (áfram yfir mjög vægum hita) og þeytið stöðugt á meðan og bætið smjörinu í bitum saman við. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Takið af hita. Raðið svínafillet á einstaklingsdiska, raðið aspas í kring og þekið með sósunni. Skreytið með ferskum kóríander og/eða appelsínusneiðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 132259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband