Léttsteiktar toppskarfabringur

 

 

Bringur af 3 toppskörfum
Salt og pipar
2 msk. olía
Blönduð ber

Sósa

5 dl. sjófuglasoð en notið maltöl í stað vatns
1-2 msk. hrútaberjahlaup eða rifsberjahlaup
30 gr. smjör
30 gr. hveiti
3 dl. rjómi
salt og pipar

Hitið soðið og hrærið berjahlaupið saman við. Bræðið smjörið og hrærið hveitið saman við. Notið síðan dálítið af smjörblöndunni til að þykkja sósuna. Sjóðið sósuna í 10 mín., bætið þá rjómanum við og sjóðið í 3 mín. í viðbót. Kryddið með salti og pipar ef með þarf.

Hitið ofninn í 180° C. Úrbeinið skarfabringurnar og kryddið þær með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu og brúnið þær í um 1 mín. hvorum megin. Setjið pönnuna á heitan ofninn og látið bringurnar stikna þar í um 6 mín.

Takið pönnuna úr ofninum og skerið bringurnar þversum í þunnar sneiðar. Hitið á meðan sósuna á pönnunni sem bringurnar voru steiktar á. Raðið síðan sneiðunum á fjóra diska, hellið sósunni í kring og skreytið með berjum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband