Tími fyrir Beaujolais nouveau!

      Ţá er hann loksins runninn upp sćlkerum heimsins til mikillar gleđi, Beaujolais-dagurinn sem samkvćmt hefđ er ţriđji fimmtudagur í nóvember, en ţá má fyrst kaupa hiđ nýja vín, Beaujolais nouveau. Hörđustu ađdáendur vínsins voru líklegast tilbúnir strax á miđnćtti í gćr á kaffihúsum og börum til ađ bragđa á hinni nýju afurđ. Í Frakklandi ríkja strangar reglur um Beaujolais nouveau víniđ, enn strangari en t.d. á Ítalíu, enda er hiđ franska “nýja vín” taliđ hiđ eina sanna. Helstu reglurnar eru:

*Vínberin skulu tínd í kassa sem eru í minna lagi, ţannig ađ vínberin kremjist ekki um of.

*Berin skulu svo geymd í loftţéttum geymum viđ 30gr. hita í 5-20 daga.

*Eftir ţađ hefst víngerđin: pressun og gerjun og víniđ verđur til viđ svokallađa kolefnisbleytingu (carbonic maceration), sem veldur hrađgerjun berjanna, en um er ađ rćđa ađferđ sem fundin var upp í Frakklandi.

*Í Frakklandi eru einungis nýju berin notuđ í Beaujolais nouveau-víniđ (annars má ekki kalla ţađ beaujolais nouveau), en á Ítalíu eru einnig til blönduđ ný vín “novello”, ţar sem ca. 70% af berjum eru ný, en svo er öđru víni blandađ saman viđ viđ átöppun)

Hrein 100% novello-vín og náttúrlega beaujolais nouveau ţarf ađ drekka ung og strax í febrúar hafa ţau tapađ miklu af ferskleikanum og ilminum sem einkennir ţau. Semsagt tilvaliđ vín međ jólamatnum. Blönduđu novello-vínin er hćt ađ drekka lengur eđa allt fram í ágúst.

* Gamay er ađalvínberjategundin sem notuđ er í beaujolais-vín og ţar međ beaujolais nouveau, en í ítölsk novello má nota hvađa vínberjategund sem er og ţví eru “novello”-vínin afar fjölbreytt. Beaujolais-hérađ er ótvírćtt föđurland Gamay-ţrúganna, en taliđ er ađ upphaflega komi ţrúgan frá samnefndu ţorpi í Búrgúndhérađi.

Beaujolais nouveau međ mat                                                         

Hiđ nýja vín hentar vel sem fordrykkur (vín skal drekka svalt og er tilvaliđ ađ gćđa sér á ţví ađventunni ásamt hráskinku, speck, kryddpylsum, ostum, pizzum, pastasalötum og öđrum smáréttum. Beaujolais nouveau og novello-vín henta einnig vel međ fiskréttum af flestum toga (grilluđum, bökuđum, steiktum), ţar međ taliđ saltfiskréttum. Víniđ er einnig fyrirtak međ sniglum (sem erfitt er ađ finna vín viđ hćfi međ og ţessi samsetning er heilög í augum Frakka). Víniđ hentar einnig međ “léttum” kjötréttum, s.s. hvítu kjöti og kálfasteikum og súpum, sérstaklega ef dálítiđ kryddađar. Frakkar tala um ađ beujolais nouveau “aime la compagnie” eđa “elski góđan félagsskap” og frá og međ deginum í dag munu vinir og kunningjar hittast reglulega á vínbörum og sötra beaujolais nouveau međ blönduđum kryddpylsum, hráskinku og ostum og rćđa málefni líđandi stundar. Um vitin leikur hinn yndislegi ilmur hins nýja víns, bragđlaukarnir hoppa um af kćti yfir keim af skógarberjum liđins sumars, ilmur af rúsínum, fjólum, kirsuberjum... Ţađ er eitthvađ svo glađlegt nýja víniđ, svo fallega rautt og ljómandi og sumarlegt mitt í vetrinum!   Ef borin eru fram önnur vín međ málsverđi en beaujolais nouveau, hvort sem um rauđvín eđa hvítvín er ađ rćđa, er best ađ byrja međ nýja víninu. Muniđ ávallt ađ víndrykkja er best í hófi og er hluti af máltíđinni og ađ drekka aldrei vín eitt og sér.

B&G Beaujolais nouveau og Bolla novello verđa komin í verslanir Á.T.V.R. í nćstu viku

Affettati misti

Affettati misti er samheiti á ítölsku yfir ţunnt niđursneiddar hráskinkur, speck, bresaola, skinkur, kjötpylsur og salamipylsur. Hvert hérađ á Ítalíu býr yfir sinni hefđ af "affettati", sem í bókstaflegri ţýđingu merkir "niđursneitt" og Ítalir borđa af ţeim ógrynnin öll, enda er um ljúffengan og orkumikinn mat ađ rćđa, sem einfalt er ađ framreiđa og hentar hvort sem málsverđur útaf fyrir sig, e.t.v. međ ólífur og súru grćnmeti og/eđa melónum, út á pizzur eđa á samlokur.

Sérlega hentugur réttur nú í kuldanum, á hlaupum, og eins sem ađventusnakk í góđravinahópi ásamt glasi af beaujolais nouveau eđa vino novello.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband