Á tímum Rómverjanna.

Á tímum Rómverjanna. 

 

 

Ţá ţegar var eftirsótt ađ vera vínbóndi í "Campania Remensins", sem síđar varđ Champagne. Jarđvegurinn góđur og léttur, ađallega kalk, landslagiđ hagkvćmt ţví hlíđarnar snúa í vestur - loftslagiđ vćntanlega líka heitara en ţađ er í dag. Rómverjarnir komu međ vínrćkt međ sér til Gaulverjalands, en ţeir kunnu ađ finna bestu svćđin. Víniđ var ţá vćntanlega mjög ljóst, úr rauđum og hvítum ţrúgum, sýruríkt og sennilega sykurbćtt eđa kryddađ. Á Miđöldum. 

Fyrsti konungur Frakka, Clovis, var krýndur og skýrđur 496 í Reims, og Heilagur Rémi biskup sem sá um athöfnina var stór vínbóndi. Reims átti eftir ađ sjá 37 konunga Frakklands krýnda á 1000 árum og ćtla má ađ Champagne víniđ hafi fest sig í sessi viđ hirđina alla tíđ vegna ţess. Ţegar Rómarveldiđ hneig svo og eftir óróatímana ţegar Vandalar og Miđ-Asíu flokkar ráfuđu um sveitir Frakklands, tóku munkar viđ vínrćktinnni. Klaustur voru mörg í Champagne, rík og nátengd konungsvaldinu - sem ţau sáu fyrir víni. Ţá var víniđ líkara ţví sem viđ ţekkjum í dag, mjög ljóst og stundum međ rauđum blć (kallađ ţá clairet), ţó miklu sýruríkara. París var ţá orđin höfuđborg konunganna og stutt ađ flytja víniđ frá Champagne. Flutningur á vínum var verulegt vandamál - ţannig var til dćmis uppruniđ vínedik, víniđ ţoldi ekki flutninginn á Loire ánni...

En hvers vegna freyđandi? 

Lengi vel var Champagne víniđ geymt strax á flösku en ekki á tunnu, ţar sem náttúruleg öndun átti sér stađ - en líka oxun. Víniđ varđ ţá freyđandi nátturulega, eđa "náttútulegt slys" - gerjun í flöskunum byrjađi á haustin en hćtti ţegar veđur fór kólnandi á veturna. Ţegar fór ađ vora byrjađi gerjunin aftur í flöskunni - sem oftast nćr sprakk! Önnur vínsvćđi voru í heitara loftslagi og ţekktu ekki ţetta "vandamál" - sem varđ ađ Champagne.

Dom Pérignon og gođsögnin 

Dom Pérignon var uppi í lok 17. aldar, í ríku klaustri sem hét Hautvillers. Hann var einstakur víngerđamađur en hann var ekki upphafsmađur Champagne: Hann hćgrćddi mikiđ framleiđslu vínsins, en ađallega fór hann ađ blanda saman árgöngum og saft frá mismunandi ţrúgutegundum - sem var afdrifaríkt skref í framleiđslu Kampavínsins. En ţá var enn álitinn galli ef víniđ var freyđandi - ţađ er ekki fyrr en í lok 19. aldar sem freyđivíniđ var verulega eftirsótt sem slikt.

Víniđ verđur freyđandi. 

1664: fyrstu heimildir um "sparkling" varđandi vín í Englandi.

1712: fyrstu heimildir um "mousseux" varđandi vín í Frakklandi.

Í lok 18. aldar, má áćtla ađ 10% af víninu frá Champagne hafi veriđ freyđandi. En Napoléon á ađ hafa sagt um kampavíniđ "ţú átt ţetta skiliđ viđ sigurinn og ţú ţarft á ţví ađ halda viđ ósigurinn" og víniđ hefur tvímćlalaust veriđ sérstaklega vinsćlt um alla Evrópu, hjá ađlinum og í hirđum konunga og keisara. Ţar koma kaupmenn til sögunnar, sem frá 1800-1840 kaupa og selja kampavíniđ víđa, ţađ er búiđ ađ finna sterkari flöskur (í Bretlandi ţar sem gleriđ var framleitt međ kolum sem gáfu meiri hita en eldiviđurinn) og korkur kemur frá Portúgal og Spáni í stađinn fyrir trétappana. Fyrst ţá er Champagne víniđ orđiđ ađ ţví kampavíni sem viđ ţekkjum og hefur ţessa sérstöđu ađ vera einstakur gleđigjafi viđ öll tćkifćri. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband