Harrington í 3. sæti heimslistans

Padraig Harrington, sem sigraði á PGA-Meistaramótinu í gær, er  nú  í þriðja sæti heimslistans, aðeins 2,02 stigum á eftir Phil Mickelson, sem er í öðru sæti. Tiger Woods er sem fyrr langefstur.  Írinn lék síðustu níu holurnar í gær á 32 höggum og tryggði sér sætan sigur á öðru risamótinu í röð og varð fyrsti Evrópubúinn til að vinna PGA-Meistaramótið síðan Skotinn Tommy Armour vann 1930. Hann var einnig fyrsti kylfingurinn til að vinna bæði Opna breska og PGA-meistaramótið á sama ári síðan Tiger Woods gerði það fyrir tveimur árum. Sergio Garcia, sem deildi öðru sæti með Ben Curtis í gær, fór upp í 4. sæti heimslistans og Curtis fór úr upp um 40 sæti á heimslistanum og er nú í 37. sæti.

 

Mynd: Harrington lyftir hér bikarnum eftir sigurinn á PGA-Meistaramótinu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband