Svínalundir með villisveppasósu

 

 

 

 

 

Undirbúningur og eldun: 45 mín
Fyrir 4

 

800-1000g ferskar svínalundir
salt og pipar
olía til steikingar
½ laukur, saxaður
25g þurrkaðir villisveppir
100g ferskir sveppir
1,5 dl rjómi
3 dl kjötsoð, eða vatn og teningar
3 msk þurrt sherry
50g smjör
1 msk maisenamjöl og 2 msk vatn
sósulitur

 

Matreiðsla
Skerið svínalundirnar í 100g bita og setjið upp á endann og berjið létt með buffhamri þannig að steikurnar verði nokkurnveginn 2 cm á þykkt. Brúnið steikurnar á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið á ofnskúffu og steikið í ofni við 160 c í 15 mín.

 

Sósan
Bleytið villisveppina upp í 2 dl af heitu vatni í 5 mín, veiðið síðan sveppina upp og saxið gróft. Skerið fersku sveppina í fernt og steikið í smjörinu ásamt lauknum í nokkrar mínútur, bætið villisveppunum á og veltið saman. Bætið á soðinu, sherry og rjóma og sjóðið í nokkrar mínútur. Leysið maisenamjölið upp í köldu vatni og hellið í sjóðandi sósuna til að þykkja, hrærið í á meðan þannig að sósan kekkist ekki. Síið vatnið sem villisveppirnir voru bleyttir upp í með fínu sigti eða í gegn um dúk, þannig að sandurinn, sem alltaf fylgir villisveppum, verði eftir. Setjið safann á pönnu og sjóðið þar til ½ dl af vökva er eftir, bætið út í sósuna. Smakkið sósuna til með salti, pipar og etv. Kjötkrafti.

 

Framreiðsla
Berið fram með soðnum smjörsteiktum kartöflum og snöggsoðnu blönduðu grænmeti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband