Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Bringur af 4 svartfuglum
2 msk. maísolía
Salt og pipar
Sósan
4 cl. portvín
1 ½ dl. svartfuglssoð
2 dl. rjómi
2 msk. rifsber, frosin
Salt og pipar
Úrbeinið bringurnar og fjarlægið af þeim himnuna. Hitið olíuna á pönnu, steikið bringurnar við góðan hita í 4 mín. hvorum megin og kryddið með salti og pipar.
Takið þær af pönnunni og haldið þeim heitum. Hellið portvíninu á pönnunna og leysið upp steikarskófina. Bætið síðan svartfuglssoðinu við ásamt rjómanum og sjóðið þetta saman í 2 mín. Setjið síðan rifsberjahlaup og rifsber út í, og látið það sjóða með í 1 mín.
Bragðið á sósunni og kryddið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Hellið sósunni á diskana og setjið bringurnar ofan á, annaðhvort heilar eða skornar á ská í fallegar sneiðar.
Íþróttir | 6.11.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hráefni:
8-12 stk. hamflettar rjúpur
2 msk. olía
3 stk. lárviðarlauf
20 stk. einiber
salt og pipar
Sósa
1 l. soð af rjúpunum
1/2 l rjómi
80 gr. hveiti
80 gr. smjör
1 msk. kjötkraftur
salt og pipar
Meðlæti
3 stk. epli, gul
6 tsk. rifsberjahlaup
300 g spergilkál
6 stk. gulrætur
18-36 kartöflur (eftir stærð)
Leiðbeiningar:
Hlutið rjúpuna í sundur þannig að bringan og lærin séu laus frá hryggbeininu (sjá myndir). Skerið fóarnið í tvennt þannig að unnt sé að taka himnur innan úr ásamt ómeltu lyngi sem þar kann að vera. Hitið olíuna vel og steikið bringurnar og lærin, kryddið með salti og pipar. Síðan skal brúna fóarn, hjarta og bein vandlega. Látið rjúpurnar, innmatinn og beinin í pott, látið vatn fljóta yfir og sjóðið í 1 klst. ásamt lárviðarlaufum og einiberjum.
Sósan
Lagið smjörbollu úr hveiti, smjöri og sigtuðu soði. Rjómanum hellt saman við og kryddað með kjötkrafti, salti og pipar.
Meðlætið
Eplin eru afhýdd, skorin í tvennt og kjarnhreinsuð. Rifsberjahlaup er sett í kjarnhúsið. Bakað í ofni í 10 mínútur við 150°C.
Grænmetið og kartöflurnar soðið.
Hollráð
Látið rjúpubringurnar og meðlætið á fat með loki eða álpappír yfir og geymið á heitum stað á meðan sósan er löguð.
Bringan tekin frá hryggnum.
Lærin skorin af hryggnum.
Fóarnið skorið í sundur.
Himnan ásamt lyngi tekin úr fóarninu.
Íþróttir | 6.11.2008 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppskrift fyrir sex:
12 sneiðar af bagettu eða súrdeigsbrauði, eins dags gömlu
12 sneiðar af piquillo-papriku
12 ansjósur
4 meðal þroskaðir og bragðmiklir tómatar, skornir til helminga
1/2 bolli af fínt saxaðri steinselju
Spænsk Extra Virgin olía
Forhitið ofninn í 200°C. Bakið brauðsneiðarnar þar til þær eru orðnar brúnaðar. Nuddið þeim saman við tómathelmingana svo eftir sitji þunnt lag af tómatkjöti. Dreypið ólífuolíu yfir allar sneiðarnar. Setjið sneið af piquillo-papriku og ansjósu ofan á hverja sneið. Stráið steinselju yfir. Berist fram um leið, á meðan brauðið er enn stökkt.
Íþróttir | 6.11.2008 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 4.11.2008 | 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fyrir fjóra
400 g penne rigate (De Cecco)
800 g hvítur fiskur skorinn í bita (t.d. ýsa, þorskur, smálúða)
300 g vel þroskaðir tómatar
30 g kapers (í salti)
2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)
50 g svartar ólífur
1 púrra (200 g)
20 g smjör
salt og pipar
Skerið fiskinn í bita. Skerið púrruna í sneiðar (aðeins hvíta hlutann) og mýkið í olínni í 10 mín. Bætið fiskbitum saman við og eldið áfram í ca. 10 mín. Skerið tómatana í tvennt í millitíðinni og fjarlægið kjarna. Skerið í þykkar ræmur. Skolið síðan kapers og ólífur. Bætið svo öllu sama við fiskin og látið blandast vel í 1-2 mín. Saltið og piprið. Sjóðið pastað hálfan suðutíma (leiðb. á pakka), sigtið og blandið saman við fiskisósuna í eldföstu smjörsmurðu móti. Bakið við 180 gr. í 15 mín.og gratínerið á grilli í 2 mín.
Íþróttir | 3.11.2008 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Kokkur
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 24530
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar