Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Baugsfólkið.

Er þetta fólk ekki búið að fá nóg af sendingum frá ríkinu,þetta fólk hefur gefið okkur þær mestu kjarabætur sem við höfum fengið í tugi ára fyrir utan það sem þau hafa get fyrir barnaspítala Hringsins.Getur þessum árásum ekki farið að linna.
mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurlenskt salat

 

Hráefni
1 poki klettasalatblanda frá Fresh Quality
1 búnt vatnakarsi frá Lambhaga
1 pakki fetaostur með hvítlauk og kóríander
2 plómutómatar - skornir í þunna báta
1 lítið Alphonso mangó - afhýtt & skorið í litla bita
1 pk laukspírur
10 stk. sýrður kúrbítur frá LaSelva (pickled Zuccini)
1 ferskur rauður chilipipar - skorinn

Aðferð
Setjið kálið í skál eða á fat ásamt vatnakarsanum. Setjið grænmetið og fetaostinn útá og skerið sýrða kúrbítinn í tvennt eftir endilöngu og skutlið útá og skerið ferska chilipiparinn í þunna strimla og setjið ofan á.


Appelsínukjúklingur með möndlum

  Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur

50 gr. möndluflögur

3 appelsínur

2 msk. strásykur

Paprikuduft

Ólífuolía, t.d. frá Torre Real

Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið ólífuolíuna á pönnu, bætið síðan möndlunum út í og steikið þar til þær verða gylltar að lit. Fjarlægið af pönnunni og leggið til hliðar. Kryddið kjúklinginn eftir smekk með salti, pipar og paprikudufti. Setjið síðan út á pönnuna og steikið á báðum hliðum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín., eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Á meðan, kreistið safann úr tveimur appelsínum. Skerið þá þriðju í bita, passið að taka alla steina úr. Færið kjúklinginn af pönnunni og í eldfast mót sem hefur verið hitað upp. Setjið appelsínusafann, appelsínubitana og sykurinn út á pönnuna og sjóðið í 2 mín. Hellið blöndunni síðan yfir kjúklinginn. Að lokum stráið möndlunum yfir kjúklinginn og berið fram strax.


Reyktar kalkúnabringur með Dolcelatte og Tagliatelle

Uppskrift fyrir fjóra til sex:

500 gr. ferskt tagliatelle, t.d. frá Rana
250 gr. Galbani Dolcelatte ostur, skorinn í ferninga
125 gr. reyktar kalkúnabringur, skornar í ferninga
600 ml. mjólk
40 gr. smjör
40 gr. hveiti
Salt og nýmalaður svartur pipar
Brauðmylsna
Fersk steinselja Bræðið smjörið í pönnu, bætið hveitinu út í og steikið í 1 mín. Bætið mjólkinni smátt og smátt út í, látið sjóða og látið síðan malla í 2 mín., hrærið sífellt í þar til sósan er tilbúin (þykk og án kekkja). Setjið ostinn og kalkúnabringurnar út í og kryddið eftir smekk. Látið malla þar til kjötið er tilbúið. Á meðan sjóðið tagliatelle, hellið vatninu af og hellið út á pönnuna. Skreytið með brauðmylsnu og steinselju og berið fram strax
 

Morgunverðar Burritos með kartöflum og eggjum

 

 

 

 

Uppskrift fyrir tvo:

2 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
2 kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
Kartöflukrydd
3 msk. ósaltað smjör
3 stór egg
2 msk. þeyttur rjómi
35 gr. rifinn Monterey Jack ostur
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. Santa Maria salsasósa
Salt og pipar

 

Bræðið 2 msk. af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Steikið kartöflurnar í 2 til 3 mín., kryddið þá kartöflurnar eftir smekk, og steikið þær í 12 mín. til viðbótar, eða þar til þær verða mjúkar. Setjið síðan til hliðar.

Bræðið 1 msk. af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Setjið eggin og rjómann í skál og hrærið saman; kryddið eftir smekk. Hellið út á pönnuna og steikið í ca. 3 mín. Setjið til hliðar.

Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum.

Setjið kartöflur í miðju hverrar tortillu. Setjið svo egg, ost, sýrðan rjóma og salsasósu. Brjótið tortillurnar saman; fyrst hliðarnar yfir innihaldið, síðan saman frá botninum. Berið fram strax.

Crème caramel

  

 

 

 

 2 lítrar nýmjólk
20 egg
500 g sykur + 6 msk.
2 vanillustangir
rifinn börkur af sítrónu
rifinn börkur af appelsínu

 

Látið suðuna á mjólk koma upp. Notið pott sem ekki festist við. Þeytið saman egg og 5 msk af sykri og hrærið saman við mjólkina þegar suðan kemur upp. Sjóðið áfram í nokkrar mín., hrærið stanslaust í á meðan og gætið þess að ekki formist kekkir. Sjóðið í millitíðinni 500 g af sykri í vatni (vatnið skal rétt þekja sykurinn) þar til sykurinn hefur tekið á sig smá lit. Hellið því næst sykurblöndunni í lítil búðingaform og mjólkurblöndunni þar ofan á. Leggið formin í fat og bakið ív atnsbaði í 180 gr. heitum ofni þar til búðingurinn fer að fá á sig ljósgylltan lit. Látið kólna í ofni. Hvolfið búðing á eftirréttardiska.
*Vel má hugsa sér að raða blönduðum skógarberjum eða öðrum ávöxtum í kring, en venjulegast er búðingurinn borðaður einn og sér.

Svínalundir með villisveppasósu

 

 

 

 

 

Undirbúningur og eldun: 45 mín
Fyrir 4

 

800-1000g ferskar svínalundir
salt og pipar
olía til steikingar
½ laukur, saxaður
25g þurrkaðir villisveppir
100g ferskir sveppir
1,5 dl rjómi
3 dl kjötsoð, eða vatn og teningar
3 msk þurrt sherry
50g smjör
1 msk maisenamjöl og 2 msk vatn
sósulitur

 

Matreiðsla
Skerið svínalundirnar í 100g bita og setjið upp á endann og berjið létt með buffhamri þannig að steikurnar verði nokkurnveginn 2 cm á þykkt. Brúnið steikurnar á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið á ofnskúffu og steikið í ofni við 160 c í 15 mín.

 

Sósan
Bleytið villisveppina upp í 2 dl af heitu vatni í 5 mín, veiðið síðan sveppina upp og saxið gróft. Skerið fersku sveppina í fernt og steikið í smjörinu ásamt lauknum í nokkrar mínútur, bætið villisveppunum á og veltið saman. Bætið á soðinu, sherry og rjóma og sjóðið í nokkrar mínútur. Leysið maisenamjölið upp í köldu vatni og hellið í sjóðandi sósuna til að þykkja, hrærið í á meðan þannig að sósan kekkist ekki. Síið vatnið sem villisveppirnir voru bleyttir upp í með fínu sigti eða í gegn um dúk, þannig að sandurinn, sem alltaf fylgir villisveppum, verði eftir. Setjið safann á pönnu og sjóðið þar til ½ dl af vökva er eftir, bætið út í sósuna. Smakkið sósuna til með salti, pipar og etv. Kjötkrafti.

 

Framreiðsla
Berið fram með soðnum smjörsteiktum kartöflum og snöggsoðnu blönduðu grænmeti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband