Niðjar Þorbjargar Jónsdóttur og Guðjón Vigfússonar.

Kæru niðjar  Þorbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Vigfússonar . Í undirbúningi er að halda ættarmót að Skógum undir  Austur –Eyjafjöllum helgina15-17.júní 2006.Tjaldstæði eru gjaldfrjáls, hótel er á staðnum en ekki enn farið að semja um verð á gistingu en verður gert síðar ef óskir koma um það. Fyrir hugað er að allir snæði saman kvöldverð á laugardagskvöldinu í félagsheimilinu á staðnum og kostnaði stillt í hóf. Þann17.júní eru 120 ár frá fæðingu Guðjóns Vigfússonar og þann dag er fyrirhugað að afhenda Þórði Tómassyni Safnstjóra minningarræðu hans sem ég fann í gömlu dóti hjá mömmu heitini. Það væri líka gaman að fá smá fræðslu hjá safnstjóranum eða skoðunarferð um safnið, eins væri líka nauðsyn að fara í kirkjugarðinn að leiði fólksins okkar. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar það er ekkert sem er ákveðið þetta er allt á byrjunarstigi. Ásta Kristins (Bjarneyjar) kom að máli við Óla Tryggva (Máru) um að gaman væri að hittast eina helgi að sumrinu Óli sagði mér Gaua Hjölla (Leifu) frá þessu og þannig rúllar þessi bolti.Vonandi verður af þessu og við átt ánægjulega helgi. Endilega hafið samband á tölvupóstinn eða heimasíðuna mína og segið frá hvernig þið hugsið þetta og líka láta vita hvort þið hafið áhuga á þessu.Eins líka að láta alla okkar ættingja vita og hvetja til að koma og við getum sameinuð átt góða helgi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband