Amerískar pönnukökur

Uppskrift fyrir fjóra:

255 gr. hveiti
250 ml. mjólk
55 gr. ósaltað smjör, bráðið
6 msk. kotasæla
2 msk. strásykur
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 egg, létt þeytt

Meðlæti:
Maple síróp og saxaðar valhnetur

1. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og bætið smjörinu síðan út í.

2. Sigtið hveitið út í lyftiduftið, saltið og sykurinn.

3. Búið til holu í miðju hveitiblöndunnar og hellið mjólkurblöndunni ofan í.

4. Hrærið í með viðarsleif.

5. Bætið kotasælunni út í.

6. Bræðið smjör á heitri pönnu. Ausið smá deigi á miðju pönnunnar og hallið henni til og frá svo deigið dreifist jafnt.

7. Steikið pönnukökuna þar til loftbólur myndast, ca. 1 mín., snúið pönnukökunni þá við og steikið hina hliðina.

8. Endurtakið þar til deigið er búið.

9. Hitið Maple síróp á pönnu og bætið valhnetunum út í.

10. Berið pönnukökurnar fram og hellið sírópinu yfir þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta fer einkar vel með beikoni, skrömbluðum eggjum og kartöflustrimlum (hash browns)... en ég áttaði mig því miður ekki á því fyrr en um seinan að 3000 kaloría morgunmatur er kannski ekki alveg nógu góð hugmynd upp á hvern dag...sérstaklega ekki ef maður fer svo á McDonalds í hádeginu og KFC um kvöldið.   

Róbert Björnsson, 4.1.2009 kl. 22:34

2 identicon

I have a suggestion. If you want authentic American buttermilk pancakes, subsitute súrmjólk for the milk and cottage cheese. You can use plain or blueberry.

Rafn´s American wife

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 132209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband