Heilsteiktar nautalundir með kremuðum blönduðum sveppum og grískum kartöflum

  

 (Fyrir 4 )

Hráefni
700-800 g nautalundir (sinahreinsaðar)
salt og pipar
2 msk. smjör
1 stk. hvítlauksgeiri (kraminn)

Aðferð
Steikið nautalundina í smjörinu og hvítlauknum á heitri pönnu á öllum hliðum þannig að hún lokist alveg, þá er hún sett inní 200° heitan ofn í ca.15 mín. eða þar til að kjarnhitinn verði ca. 65° (medium) þá er lykilatriði að hún fái að standa úti á borði í lágmark 15 mín. áður en hún er skorin í sneiðar.

Kremaðir blandaðir sveppir

Hráefni
300 g blandaðir sveppir, skornir í grófa bita (t.d. flúða, portobello, shitaki, ostru)
shallottlaukur (fínt saxaður)
2 msk. olía
1 dl nautasoð (eða einn teningur leystur upp í vatni)
3 dl rjómi
1 msk. smjör
1 tsk. dijonsinnep
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar

Aðferð
Steikið sveppina og laukinn í olíunni á heitri pönnu þar til sveppirnir byrja að mýkjast, þá er restinni bætt út á pönnuna og látið sjóða í 2-3 mín. og smakkað til með salti og pipar. Ath. þetta verður líka sósan, þess vegna má þetta vera svolítið rennilegt.

Grískar kartöflur

Hráefni
400 g kartöflur (skrældar, skornar í bita og soðnar)
3 msk. saxaðar ólífur
2 msk. fetaostur í kryddolíu
3 msk. af olíunni af fetaostinum
1 tsk. saxaður hvítlaukur
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar

Aðferð
Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. bakað í ofni í ca. 10 mín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband