Kjúklingur með kryddmauki og grænmeti

Uppskrift fyrir tvo:

250 gr. kjúklingur skorinn í litla bita
4½ msk. Patak´s Balti Curry Paste kryddmauk
200 gr. tómatar, saxaðir
100 gr. laukur, saxaður
1 msk. hvítlaukur, saxaður
2 msk. rjómi
2 msk. fersk kóríanderlauf, söxuð
1¼ dl. vatn
2 msk. olía

 

Hitið olíuna og steikið hvítlaukinn í 1 mínútu, bætið lauknum út í og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Setjið þá Patak´s Balti kryddmaukið ásamt kjúklingnum út í og steikið í 3 mínútur. Bætið tómötunum og rjómanum út í og látið sjóða. Setjið lok á og látið malla í 15 mínútur eða þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn og bætið vatninu smám saman út í ef sósan ætlar að verða of þykk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ummmmmmmmmmmmmmmmmm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Veistu nokkuð hvernig á að elda stóra brama? Kallinn hefur verið að veiða þetta og okkur langar að prófa.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.9.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Nammi namm......tetta verd ég ad prófa líka ...

Takk takk.

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hljómar unaðslega. Prufa um helgina. Ég er sífellt að reyna hinar dásamlegustu uppskriftir bloggvina minna, - og tekst bara ógnar vel! Takk fyrir mig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svöng núna strax 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:48

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er alveg eins og sniðið fyrir klaufa eins og mig, þetta virðist svo einfalt!  Prófa þetta mjööööög fljótlega

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.9.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband